Annar texti eftir mig. Samdi hann um lítinn dreng sem lést fyrir nokkrum árum þegar var keyrt á hann og keyrt í burtu. Mjög sorglegt.

Hvað býr i hjarta manneskju sem tekur annað líf svo glatt

hugsar ekki um folk i kring né hvað hún keyrir hratt

þú áttir þér enga björgun

nú reynum við að standa saman í þessum sorgum

oft spyr maður sig, mun eg lifa af án þín

þú varst líf okkar og yndi, sólin lengur ekki skín

verðum samt að muna eftir dögum okkar saman

og hvað það var alltaf gaman

þú veist þú átt alltaf sérstakan stað

í hjarta okkar, og eg man eftir teikningunni þinni

sem þú teiknaðir a blað

hún er enþá hengd upp á ísskápinn

þú varst orðin svo duglegur og þér fór alltaf meira fram

hlustaðir stundum ekki þegar við sögðum skamm

nú biðjum við fyrir þér

að þarna uppi þá vaki einhver yfir og leiði þig á rétta braut

nú um jólin þá verður stjarnarn á toppnum svo miklu meira en skraut

hún mun minna okkur á

hvað lífið kemur oft á óvart

hvað við eigum og hvað við missum

og hversu mikið það á okkur fær

en núna finnst mer við færast hvort öðru enþá nær

við verðum að standa saman meira en nokkru sinni fyr

finnst sem eg sjá þig leika fyrir utan og koma hlaupandi inn um næstu dyr

litli engillinn okkar, farðu vel með þig og ekki gleyma

að sama hversu dimmt verður i okkar hjarta

þú lagar allt, og lýsir upp vetrarnóttina svarta..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband