30.6.2010 | 02:19
Hef ekki fundið nafn á þetta enþá, hugmyndir?
Ég horfi á fortíðina og sé hana í rugluðum myndum
sé sjálfan mig myrkan og druknaðan í syndum
ég var í vímu og hélt að það væri málið
fattaði ekki að ég væri stöðugt að bæta eldi á bálið
ég fór á bakvið allt og alla
hélt ég væri að umgangast stóra kalla
þegar þeir voru i rauinni á sama stað og ég
með draumanna bjarta
en i rauninni með frosið og kulnað hjarta
ég braut þá niður sem stóðu mér næst
og þegar þeir vildu mér hjálpa þá var hurðin mín læst
í skólanum ég var barinn og sparkaður niður
hvergi var skjól og aldrei friður
ég var alltaf skammaður en ekki hin
ég var alltaf einn, því ég átti engan alvöru vin
átti minn besta vin í sautján ár
hann skar mig í hjartað og skildi eftir sár
4 dögum fyrir jól, þá dó hún amma
á meðan mig dreymdi stærra líf í enþá stærri borgum
meðan fjölskyldan var að drukkna úr sorgum
ég hataði sjálfan mig, því ég stóð ekki við mitt
mér fannst ég brjóta niður hjartað þitt
því ég kom aldrei til þín
þetta ásækir mig enþá, stærsta syndin mín
sumar minningar standa í stað
en ég er kominn á miklu betri stað
minningarnar hafa verið eins og skip reki á sker
vona að þið getið einhverntimann öll fyrirgefið mér
og sjáið hvernig ég í raunninni er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.